Skilmálar Jeppasmiðjunnar Iceinn ehf

Pantanir
Pöntun er bindandi þegar pöntunarstaðfesting hefur verið samþykkt af kaupanda.

Skilaréttur
Skilafrestur er 1 mánuður, eingöngu gegn framvísun kvittunar eða reiknings. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ekki er hægt að skila rafmagns vörum sem ekki er hægt að meta ástand með útlitsskoðun. Ekki er hægt að skila tilboðsvörum.

Ef um gallamál er að ræða áskilur Jeppasmiðjan sér að fá þriðja aðila að vali Jeppasmiðjunnar til að meta meintan galla. Ef um galla er að ræða er kaupandi látin hafa nýja vöru ef til er eða endurgreiðslu að fullu. Ekki er tekin ábyrgð á vinnutapi eða verkstæðis kostnaði sem verður vegna vöru galla. Jeppasmiðjan greiðir allan sendingarkostnað sem um ræðir.

Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnóta gildir í eitt ár frá útgáfudeigi og er eingöngu hægt að nota hjá Jeppasmiðjunni, en ekki í vefverslun.

Afhendingarmátar
Allar pantanir eru afgreiddar úr verslun Jeppasmiðjunnar síðasta lagi næsta virka dag eftir pöntun. Af öllum pöntunum dreift af þriðja aðila (Íslandspóstur, Eimskip, Samskip, BR Flutningar eða Siggaferðir) gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þess aðila um afhendingu vörunnar.

Jeppasmiðjan ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Jeppasmiðjunni til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Afhendingarmátar sem hægt er að velja um í vefverslun eru eftirfarandi:

  • Senda með pósti
  • Senda með sendingaþjónustu
  • Sækja í verslun Jeppasmiðjunnar

Greiðsla
Hægt er að greiða með greiðslukorti eða skuldfærslu á viðskiptareikning. Ef greiðsla fyrir vefpöntun berst ekki innan 2 virkra daga áskilur seljandi sér rétt til að hætta við pöntunina.

Verð og upplýsingar
Jeppasmiðjan veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um bilanir, birtingar- og innsláttarvillur í texta. Jeppasmiðjan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Sé verði breytt eftir að pöntun hefur farið fram gildir það verð er var í gildi þegar pöntun var gerð.

Öll verð í vefverslun eru með 24% VSK nema annað sé tekið fram.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.